Inferno
Dan Brown

Inferno

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Robert Langdon, prófessor í táknfræði við Harvard-háskóla, vaknar á spítala og hefur hvorki hugmynd um hvar hann er staddur í veröldinni né hvernig hann lenti þarna. Því síður getur hann útskýrt dularfullan hlut sem finnst í fórum hans. Í huga hans bergmálar hins vegar: Leitið og þér munuð finna.

Áður en hann veit af er Langdon kominn á æðisgenginn flótta um Flórens ásamt ungum lækni, Siennu Brooks, þar sem aðeins þekking hans á afkimum borgarinnar, fornum leyndardómum hennar – og Inferno Dantes – getur bjargað þeim. En hverjir veita þeim eftirför og hvers vegna?

Inferno eftir Dan Brown er æsispennandi tryllir í anda fyrri bóka hans, Da Vinci lykilsins, Engla og djöfla og Týnda táknsins. Bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en sagan er öll!

Íslensk þýðing: Arnar Matthíasson og Ingunn Snædal

 

„Lesandinn er við það að springa af spennu.“ 
New York Times

„Dan Brown ber hér á borð rótsterkan kokteil af spennu, duldum táknum og því sem er nýtt – efni sem vekur lesandann til umhugsunar og ýtir við honum.“
Litteratursiden

„Hröð, snjöll, upplýsandi … Dan Brown er meistari hinnar úthugsuðu spennusögu.“
Wall Street Journal

* * * * *
Verdens Gang


Fleiri bækur