Gegn gangi leiksins - ljóðskáld deyr
Bragi Ólafsson

Gegn gangi leiksins - ljóðskáld deyr

Fullt verð 3.800 kr Tilboðsverð 6.000 kr
„... svo rennur tuttugasta öldin upp, og Svanur Bergmundsson fæðist og vex úr grasi, og ákveður tiltölulega snemma á ævinni að hann muni þjóna mannkyninu best með því að starfa sem ljóðskáld. Svo hann setur upp þennan hatt sinn og lýsir því yfir, fullum fetum, að það sem einu sinni gerðist á nítjándu öldinni – að einhver hafi tjáð þá skoðun sína að það sem gerist einu sinni gerist alltaf aftur – sé að raungerast á tuttugustu öldinni, með því að hann endurtekur hugmynd nítjándualdarmannsins.“

Sjö ár eru liðin frá því ljóðskáldið Svanur Bergmundsson losnaði úr klefa sínum á Litla-Hrauni, eftir að hafa afplánað nokkurra ára dóm fyrir manndráp í miðbæ Reykjavíkur. Lóa, systir Svans, er farin á heimili fyrir aldraða, og hefur sett íbúð sína í Þingholtunum á sölu, en leyfir bróður sínum að búa í henni þangað til hún selst. Á fallegum haustdegi bankar ungt par upp á hjá Svani, og vill skoða íbúðina. Svanur er á því augnabliki að koma sér fyrir til að fylgjast með leik á alþjóðlegu fótboltamóti í sjónvarpinu – en framundan er líka annar leikur, sem Svanur mun sjálfur taka þátt í. Í kjölfar heimsóknar unga parsins fer síðan enn einn boltinn að rúlla …

Bragi Ólafsson hefur frá árinu 1986 gefið út ljóðabækur, smásagnasöfn og skáldsögur auk þess að skrifa leikrit fyrir útvarp og svið, Aðrar skáldsögur hans eru Hvíldardagar, Gæludýrin, Samkvæmisleikir, Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenny Alexson, Fjarveran, Sögumaður og Staða pundsins.

Fleiri bækur