Rifsberjadalurinn er persónuleg og áhrifamikil ljóðabók. „Rödd Ásdísar Óladóttur er einstök í ljóðaheiminum, hún er bæði frumleg, heit og litrík.“ — Vigdís Grímsdóttir.
Rifsberjadalurinn
TILNEFND TIL FJÖRUVERÐLAUNANNA 2024
„Ljóð Ásdísar Óladóttur í bókinni Rifsberjadalurinn láta lítið yfir sér en geyma ólgandi tilfinningar, nautnir og nístandi sársauka. Veitt er opinská og einlæg innsýn í heim geðveikinnar sem ljóðmælandi leitast við að sefa með lyfinu Risperdal, sem titill bókar vísar til. Í seinni hluta bókar bíður nýr veruleiki þar sem hvunndagurinn er sveipaður ljóðrænu og ástin er hvikul. Ljóðin eru meitluð, nærgöngul og einstaklega áhrifarík.“ Umsögn dómnefndar um Fjöruverðlaunin
„Þessi ljóð sýna vel að Ásdís er fínt skáld sem kann vel þá list að fága ljóðmálið og kveikja myndir í huga lesandans.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️ Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðið
„Stutt og áhrifamikil bók sem vert er að lesa og hafa í huga. Í henni er byggt á lífsreynslu sem kann að vera flestu fólki framandi en með ljóðtöfrum Ásdísar verður hún lesandanum nákomin og jafnvel kær á einhvern undarlegan hátt. ... Fyrir okkur sem þráum hið einstaka er Rifsberjadalurinn algjör perla; hún glitrar og fær mig til að líta í eigin barm og yrkja.“ Anton Helgi Jónsson