Óstöðvandi skilaboð
Ásdís Óladóttir

Óstöðvandi skilaboð

Fullt verð 2.300 kr 0 kr

„Rödd Ásdísar Óladóttur er einstök í ljóðaheiminum, hún er bæði frumleg, heit og litrík.“ Vigdís Grímsdóttir


Örfínn þráður

og ég sauma saman

augnlok,

slitnar taugar, 

varir sem snerta

varir mínar,

tvö flöktandi hjörtu

sem vaxa

sitt í hvora áttina,

leggi og tuttugu tær.

Brjóst sauma ég 

saman við brjóst,

maga við maga

og hugsanir 

sem mætast

í rafmagnaðri

birtunni.

Það er þægilegt að lesa ljóðabók með skýrt afmarkaða heildarhugsun eins og Óstöðvandi skilaboð. Það leggur af ljóðunum hlýjan blæ þrátt fyrir nokkuð napurt umfjöllunarefni og það er lesendum hollt að geta speglað sig í jafnítarlegri greinargerð um einsemdina á tímum þegar það á sannarlega við.“ Árni Davíð Magnússon, bokmenntaborgin.is


Fleiri bækur