Bjartur

The Golden Circle and Blue Lagoon

Fullt verð 990 kr 0 kr

The Golden Circle and Blue Lagoon shows travellers the way to Iceland’s most popular destinations. Along it one can visit the country’s most beautiful natural attractions and the nation’s principal historical sites. In both words and pictures, this book presentes the most noteworthy destinations in southwestern Iceland, a region where the legacy of history and folk traditions coexists with the macnificence of nature. The book is also available in German under the title Der goldene Ring und die blaue Lagune. Also available in the same series, Reykjavík in English and German.

 

The Golden Circle and Blue Lagoon eftir Gunnstein Ólafsson er í ritröðinni Iceland – Cool and Crisp. Bókina prýða myndir eftir marga af fremstu ljósmyndurum þjóðarinnar.

The Golden Circle and Blue Lagoon vísar veginn um vinsælustu ferðamannastaði Íslands. Þar gefur að líta fegurstu náttúruperlur landsins og helstu sögustaði þjóðarinnar. Farið er um hrjóstrugar heiðar, blómleg héruð og kraumandi jarðhitasvæði, yfir ár og hjá stöðuvötnum og fossum, horft til eldfjalla og jökla, auk þess sem sjónum er beint að ýmsum merkum mannvirkjum á leiðinni.

Hér er með myndum og stuttum skýringatextum á ensku sagt frá merkilegum stöðum á suðvestanverðu Íslandi þar sem fellur saman í eitt stórfengleg náttúra, þjóðtrú og saga. Bókin kemur einnig út á þýsku undir titlinum Der goldene Ring und die blaue Lagune í ritröðinni Island – Kurz und gut en í henni hefur einnig komið út bókin Reykjavík á þýsku og ensku.

Báðar útgáfurnar eru í innbundnu formi og er hvor um sig 94 blaðsíður að lengd. Bókarkápur og innsíður hannaði Bergdís Sigurðardóttir en bækurnar eru prentaðar í Danmörku.


Fleiri bækur