Blóðmjólk
Ragnheiður Jónsdóttir

Blóðmjólk

Fullt verð 4.000 kr Tilboðsverð 6.300 kr

Í Blóðmjólk sogast lesandinn inn í vinkvennahóp sem verður fyrir miklu áfalli þegar ein þeirra deyr með hræðilegum hætti. Sjónarhornið flakkar á milli kvennanna þannig að lesandinn kynnist persónunum frá ýmsum hliðum. Hvað gerðist eiginlega? Og ef það var framinn glæpur, hver er hinn seki? Þessi skvísukrimmi fékk glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn.

Blóðmjólk er fyrsta bók verðlaunahafans Ragnheiðar Jónsdóttur. Svartfuglinn er glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson standa að ásamt Veröld. Hér er á ferð spennandi höfundur sem mikils má vænta af í framtíðinni!

„Bókin er virkilega grípandi og las ég hana nánast í einni setu, skvísuformið gerir hana „léttari” í lestri þó að um glæpasögu sé að ræða.” Sæunn Gísladóttir, Lestrarklefinn.is

"Með Blóðmjólk kveður sér hljóðs afar athyglisverður rithöfundur sem eykur enn á fjölbreytnina í íslenskri glæpasagnaflóru með sannkölluðum skvísukrimma." Úr umsögn dómnefndar um Svartfuglinn


Fleiri bækur