Veður í æðum
Ragnheiður Lárusdóttir

Veður í æðum

Fullt verð 6.000 kr 0 kr

Í þessari nýju og áhrifamiklu ljóðabók yrkir Ragnheiður Lárusdóttir um þá sáru reynslu að horfa á dóttur lenda í fjötrum fíknar – en líka um þá töfra tilverunnar sem

umlykja okkur þrátt fyrir allt. Ljóðmál Ragnheiðar er beinskeytt og sterkt, eins og lesendur þekkja úr þremur fyrri bókum hennar – sem allar fylgja með í þessari bók.

Þegar bæði sól og tungl eru á lofti

sendir kvöldsólin mér geisla

um æðar mér

rennur eldheitt

appelsínurautt sólarblóð

mávur flýgur

milli tveggja hnatta

handan við hafblámann

mótar fyrir útlínum jökuls

Fyrri ljóðabækur Ragnheiðar; 1900 og eitthvað (2020), Glerflísakliður (2021) og Kona/Spendýr (2022); fylgja allar með þessari nýju í einni bók.


Fleiri bækur