Þögla stúlkan
Hjorth & Rosenfeldt

Þögla stúlkan

Fullt verð 2.300 kr 0 kr

Heil fjölskylda er myrt á fólskulegan hátt á heimili sínu. Skömmu síðar finnst sá sem grunaður er um ódæðið sjálfur myrtur og með sama vopni. Til þess að flækja málin enn frekar er eina vitnið hin tíu ára gamla Nicole, en spor hennar liggja inn í skóginn á bakvið húsið.

Þegar Nicole kemur í leitirnar er hún í sálrænu áfalli, hefur misst málið og getur eingöngu tjáð sig með hjálp penna. Þótt stúlkan komi ekki frá sér einu orði þá sýna teikningar hennar ljóslega að hún sá morðingjann.

Sebastian Bergman, sálfræðingur lögreglunnar, verður heltekinn af þeirri áskorun að ná til Nicole í gegnum þagnarmúrinn. Á meðan hyggst morðinginn, sem fær vitneskju um tilvist stúlkunnar, tryggja þögn hennar.

Bækur Hjorths & Rosenfeldts um Sebastian Bergman hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn. Þögla stúlkan er fjórða bókin í röðinni.

Hér geturðu lesið upphafið að bókinni.



Fleiri bækur