Það sem ég hefði viljað vita
Þessi bók byggir á reynslu Eddu Falak og hefur að geyma vitneskju sem hún hefði viljað búa yfir þegar hún var yngri, hluti sem hún veit í dag vegna þess sem hún hefur gengið í gegnum.
Í hverju er hamingjan fólgin? Í hverju felst það að vera í ofbeldissambandi? Hvernig lýsir skömm sér? Máttu segja frá? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem Edda Falak fjallar hér um á hnitmiðaðan og beinskeyttan hátt en hún skrifar líka um áhrifavalda, listina að „vera sama“, hvernig þú byggir upp sjálfstraust, segir að mistök séu hluti af lífinu og niðurstaða hennar er skýr: „Hvað sem gerist í lífinu, aldrei gefast upp á sjálfri þér.“
Edda flutti heim til Íslands árið 2020 eftir nám og störf erlendis. Á undraskömmum tíma fór hún úr því að vera algjörlega óþekkt yfir í það að verða landsfræg.
Edda er fjármálafræðingur og stýrir hlaðvarpi sínu Eigin konur. Í bókinni er að finna mikilvæg svör við spurningum sem erfitt er að spyrja – en verður að svara.
„Einlæg, persónuleg, falleg, kjarnyrt. Byggð á reynslu sem varla er hægt að ímynda sér.“ – Þorsteinn V. Einarsson, Karlmennskan
„Heiðarleg, einlæg og falleg bók. Þetta er líka hálfgert uppflettirit með allskyns frábærum hvatningarorðum sem minna okkur á að standa með sjálfum okkur, halda áfram þegar á móti blæs og fylgja hjartanu. Mæli innilega með.“ Klara Elias