Smámunir sem þessir
Árið er 1985 í litlu þorpi á Írlandi. Jólin nálgast og þar með mesti annatími Bills Furlong, kolakaupmanns og fjölskyldu hans. Snemma morguns, þegar Bill er að afhenda kol í klaustrið við bæinn, gerir hann uppgötvun sem neyðir hann til þess að horfast í augu við eigin fortíð og hina flóknu þögn allra í bænum - þar sem lífið stjórnast af kirkjunni.
Smámunir sem þessir eftir Claire Keegan, eina virtustu skáldkonu Íra, er óvenjulega áhrifamikil saga um von, hugrekki og samlíðan sem farið hefur sigurför um heiminn. Sagan var tilnefnd til hinna virtu Booker-verðlauna árið 2022 og hefur hvarvetna uppskorið lof og vinsældir.
Helga Soffía Einarsdóttir þýddi.
„Þessi bók er algjör perla. ... Ótrúlega vel gert. ... Alveg frábær.“ Egill Helgason, Kiljunni
„Perla! Lestu þessa! Lestu þessa! Lestu þessa! ... Bók sem allir verða að lesa.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„Sláandi ... feikilega áhrifarík, lítil bók.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljunni
„Smámunir sem þessir er mjög hefðbundin saga í stíl og frásagnarhætti en afar vel sviðsett, skrifuð og byggð. Og áhrifarík er hún, svo sannarlega.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu