Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Slétt og brugðið
Fullt verð
3.500 kr
Sex konur hafa í fjöldamörg ár hist í saumaklúbbi. Dag einn ákveða þær hins vegar að gera eitthvað allt annað en vanalega þegar þær koma saman. Þetta hrindir af stað óvæntri atburðarás sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra. Konurnar standa flestar á krossgötum og þessi breyting hjálpar þeim að takast á við erfið mál í einkalífi og starfi.
Slétt og brugðið er einstök bók um þann styrk sem konur búa yfir og mátt djúprar vináttu og er skrifuð í léttum og skemmtilegum stíl.
Eftir Árelíu hafa komið út tvær skáldsögur, Tapað – fundið og Sara sem sat vikum saman efst á metsölulistum þegar hún kom út.