Skrifað í sand - minningabrot
Karl Sigurbjörnsson biskup skildi eftir sig handrit að sjálfsævisögu þegar hann lést í febrúar árið 2024. Hér lýsir hann uppvexti sínum og daglegu lífi í Reykjavík um miðja síðustu öld, horfir með augum barnsins á Reykjavík vaxa og breytast, segir frá litríkum persónum sem birtast götunum og fjallar um áhrifavalda æsku sinnar og skólagöngu.
Karl skrifar af einlægni um það hvernig hugur hans hneigist að trúarlegum efnum, stofnun fjölskyldu, guðfræðinámi og fyrstu prestsárunum. Þá fjallar hann sömuleiðis um erfið mál sem hann glímdi við sem biskup Íslands og dregur ekkert undan.
Hispurslaus, vel skrifuð og skemmtileg frásögn sem bregður lifandi ljósi á Reykjavík fyrri tíma en tekst líka á við erfiðar spurningar um lífið og tilveruna af hreinskiptni og heiðarleika.