
Seint og um síðir
Þessi bók geymir þrjár firnasterkar sögur sem eiga sameiginlegt að fjalla um samskipti kynjanna.
Í titilsögunni Seint og um síðir fylgjum við Cathal fara inn í helgina á meðan hann rifjar upp samskipti sín við unnustuna sem rann honum úr greipum. Í Langur og kvalafullur dauðdagi kemur rithöfundur í sumarhús Heinrichs Böll til að dvelja við skriftir, en ágengur aðkomumaður raskar ró hennar, og í sögunni Suðurskautið ákveður gift kona í helgarferð að sleppa fram af sér beislinu og upplifa hvernig það sé að sofa hjá öðrum manni.
Allar sögurnar skoða hvernig væntingar, tilætlunarsemi og undirliggjandi hætta á ofbeldi lita samskipti fólks.
Claire Keegan hefur notið fádæma vinsælda um allan heim og hlotið margvísleg verðlaun fyrir árifamikil skáldverk sín. Sögurnar Smámunir sem þessir og Fóstur vöktu báðar mikla athygli á Íslandi og urðu metsölubækur.
Helga Soffía Einarsdóttir íslenskaði, líkt og fyrri bækur Claire Keegan.
„Lítið meistaraverk ... óskaplega falleg saga, gríðarlega vel byggð ... maður fellur í stafi ... hreinlega tárast.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, KILJUNNI (UM FÓSTUR)
„Ótrúlega vel gert. ... Alveg frábær.“ EGILL HELGASON, KILJUNNI (UM SM MUNIR SEM ÞESSIR)
„Sögurnar sýna snilldartök höfundar á þéttri frásögn.“ PUBLISHERS WEEKLY
„Claire Keegan er einstakur höfundur. Hver saga frá henni er biðarinnar virði.“ SUNDAY TIMES
„Þéttar en djúpar athuganir á mannlegum breyskleika frá meistara hins knappa forms.“ KIRKUS REVIEWS
„Sérhver saga er ígildi skáldsögu. Ógleymanlegar.“ San Fransisco Chronicles