
Prinsinn minn, ég er gettóið – Svarthol nr 1
„hún fæddi mig, eftir það byrjaði hún að deyja
hún drakk þrjú þúsund ára eitur mæðranna
og lagðist undir furutréð“
Dinçer Güçyeter fæddist árið 1979 í bænum Nettetal í Norðurrín-Vestfalía. Hann er sonur tyrkneskra innflytjenda, lauk miðskóla í kvöldskóla og lærði iðn að þýskum hætti, en hugurinn stóð til skáldskapar. Árið 2011 stofnaði hann bókaútgáfuna Elif Verlag, en vann fyrir sér á lyftara. Það var árið 2021 sem hann sló í gegn með bók sinni Prinsinn minn, ég er gettóið. Í þessari marglaga og einstöku bók flakkar skáldið á milli æsku sinnar og samtímans. Ljóðin eru í senn pólitískur spegill og fjölmenningarleg sjálfsskoðun: skörp og óvænt, ljúfsár og fyndin; ort af knýjandi þörf og innblæstri. Gauti Kristmannsson þýddi og ritaði eftirmála.
Í þessari marglaga og einstöku bók flakkar skáldið á milli æsku sinnar og samtímans. Ljóðin eru í senn pólitískur spegill og fjölmenningarleg sjálfsskoðun: skörp og óvænt, ljúfsár og fyndin; ort af knýjandi þörf og innblæstri. Gauti Kristmannsson þýddi og ritaði eftirmála.