Næturskuggar
Ungur maður lætur lífið í dularfullum eldsvoða á Akranesi og skilur eftir sig samfélag í sárum. Athafnamenn á Skaganum villast af þröngum vegi dyggðanna í einkalífi og starfi. Og um nætur bregður fyrir ókennilegum skuggum í þessu friðsæla bæjarfélagi.
Lögreglukonan Elma þarf að kljást við flókið og erfitt mál samhliða því sem atburðir eiga sér stað í einkalífi hennar sem gera það að verkum að líf hennar mun aldrei verða sem fyrr.
Eva Björg Ægisdóttir sló eftirminnilega í gegn með fyrstu bók sinni Marrið í stiganum en fyrir hana hlaut hún glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn árið 2018. Útgáfurétturinn á bókinni hefur verið seldur víða um heim. Hún hefur nú þegar komið út í Bretlandi og hlotið frábæra dóma.
Næturskuggar er sérlega grípandi og spennuþrungin saga – og endalokin koma verulega á óvart.
⭐⭐⭐⭐1/2 Helga Ósk Hreinsdóttir, bóksali
⭐️⭐️⭐️⭐️ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðsinu
„Skemmtileg glæpasaga og fléttan vel hugsuð ... Góður krimmi með allskonar skrautlegum snúningum.“ Bryndís Silja Pálmadóttir, Fréttablaðinu
„Grípandi glæpasaga, spennandi og óvænt. Eva Björg er vaxandi spennusagnahöfundur.“ Gurrí Haraldsdóttir, Vikunni
„Þessi framúrskarandi fyrsta skáldsaga Evu Bjargar er ekki aðeins safarík ráðgáta heldur líka hrollvekjandi lýsing á því hvernig skrímsli verða til.“ The Times um Marrið í stiganum
„Eva Björg Ægisdóttir sýnir hér og sannar að hún er jafn mikill snillingur í þessari kuldalegu list og starfsbræður (og -systur) hennar. Elma er ógleymanleg og flókin persóna.“ Financial Times um Marrið í stiganum
„Aðdáendur norrænna glæpasagna munu kunna að meta þessa heillandi frumraun. Hún er þaulhugsuð, blæbrigðarík með geðþekkri aðalpersónu og ber með sér fyrirheit um fleiri magnaðar sögur.“ Ann Cleeves um Marrið í stiganum