
Myrkviði
Júní 1999. Hinn nítján ára gamli Mikael Fransson hverfur sporlaust eftir að hafa fagnað útskrift sinni úr menntaskóla. Tuttugu árum síðar finnast líkamsleifar hans í Mittlands-skógi á eyjunni Öland. Það er ljóst að hann hefur verið myrtur.
Rannsóknarlögreglukonan Hanna Duncker freistar þess að komast að því hvað gerðist þetta örlagaríka sumarkvöld fyrir öllum þessum árum, þegar nokkur ungmenni ætluðu að fagna stúdentsprófi í eyðihúsi í skógarrjóðri. Um leið glímir hún við sína eigin fortíð. Var faðir hennar í raun og veru sekur um morðið sem hann var dæmdur fyrir forðum?
Ölands-glæpasögur Johönnu Mo hafa vakið mikla athygli, bæði í heimalandinu Svíþjóð og erlendis og hvarvetna hlotið frábæra dóma.
„Sænsk glæpaflétta eins og hún gerist best. Hin fullkomna kilja til að grípa með í sumarfríið.“ SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR, MORGUNBLAÐIÐ (UM NÆTURSÖNGVARANN)
„Ást, ofbeldi og dramatík í umhverfi sem að jafnaði er kyrrlátt og vinalegt. Frábær lesning.“ DAGBLADET
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ Adresseavisen