 
                
        
          Sveinn Víkingur
        
        
          
          
          
          
              
          
          
        
      
    Milli vonar og ótta - Örlagasögur íslenskra ljósmæðra
            Fullt verð
            
              3.500 kr
            
            
              Tilboðsverð
              
                6.000 kr
              
            
          
          
          
            Íslenskar ljósmæður þurftu í aldanna rás að brjótast í öllum veðrum, oft um erfiðar leiðir, til að sinna fæðandi konum sem biðu milli vonar og ótta eftir aðstoð. Þær tóku á móti börnum við alls konar aðstæður á misjafnlega búnum heimilum, svo ekki sé fastara að orði kveðið.
Hér birtist úrval úr þriggja binda verki séra Sveins Víkings, Íslenskar ljósmæður. Æviþættir og endurminningar. Hann safnaði frásögnunum víða að og frá ýmsum tímum. Flestar sögurnar í þessari mögnuðu bók eru frá 19. öld og fyrri hluta þeirrar 20. og eru víðsvegar að af landinu.
Þessi einstaka bók hefur að geyma áhrifamiklar sögur um ótrúleg afrek og hetjudáðir íslenskra ljósmæðra sem yfirleitt fóru fram í kyrrþey, fjarri athygli sögu- og annálaritara.
 
                   
               
               
              