Lok, lok og læs - kilja
Komin í kilju!
Á köldu vetrarsíðdegi fer nágranni að huga að fjölskyldu í Hvalfjarðarsveit sem ekki hefur svarað skilaboðum. Fólkið veit ekki aura sinna tal og hefur komið sér fyrir í afdal utan alfaraleiðar. Nágranninn sér ummerki um mannaferðir en enginn svarar þegar hann drepur á dyr. Eftir að hafa litið inn í húsið hrökklast hann aftur út og kallar til lögreglu. Hvað gerðist hjá þessum nýju ábúendum?
Jafnframt því að fylgjast með rannsókn málsins fær lesandinn að skyggnast inn í líf fjölskyldunnar í aðdraganda þessara voveiflegu atburða þar sem ekki er allt sem sýnist.
„Vildi óska að ég ætti eftir að lesa þessa bók ...spennan fer stigvaxandi ... Ég sagði bara ha! er þetta svona?!“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„Það sem er flottast við þessa bók, eins og mér finnst eiginlega alltaf þegar Yrsu tekst verulega vel upp, það er andrúmsloftið, andrúmsloft ógnar og leyndarmála.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljunni
„Nístir inn að beini.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
„Bók sem grípur lesandann heljartökum. Ansi grimm á köflum en glæsilega fléttuð svo tíminn hreinlega hverfur í höndum lesandans.“ Björn Þorláksson, Fréttablaðinu
„Langar dimmar nætur Íslands eru ógnvænlegastar í spennusögum Yrsu Sigurðardóttur.“ Financial Times
„Yrsa trónir á toppnum í hópi norrænna glæpasagnahöfunda.“ Sunday Times
„Yrsa skrifar alltaf frábærar bækur.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ Politiken