Lífið er undantekning
Lífið er undantekning er níunda bók Sigurlínar Bjarneyjar. Fjölbreytt ljóðabók í efni og formi eftir eitt af okkar athyglisverðustu skáldum, sem síðast sendi frá sér nóvelluna Sólrúnu (2022) sem vakti mikla athygli.
Við skulum faðmast inni og úti,
uppi á heiði, úti í móa, í fjöru, ofan í dal,
uppi á fjalli og í fjallshlíð,
í grænni lautu, á gróinni umferðareyju, eyðieyju, eldfjalli,
jökli, í snjóhúsi
djúpt ofan í myrkum skógi
við fossa, læki og vötn (uppistöðulón)
í sjónum
í náttúrulaugum og hverum
byggðasafninu á Skógum
á veiðilendum
á söguslóðum, hálendi, láglendi
skrúðgörðum og kartöflugörðum
innan um rabarbara
með mosa í hárinu og mold á milli tánna
Fyrri verk eru: Fjallvegir í Reykjavík (2007, ljóð); Svuntustrengur (2009, örsögur); Bjarg (2013, ljóð); Jarðvist (2015, nóvella); Ég erfði dimman skóg (2015, ljóð í samsköpun sjö skálda); Tungusól og nokkrir dagar í maí (2016, ljóð), Undrarýmið (2019, ljóð) og Sólrún (2022, skáld