Í myrkrinu fór ég til Maríu
Sonja B. Jónsdóttir

Í myrkrinu fór ég til Maríu

Fullt verð 3.900 kr Tilboðsverð 5.800 kr

Árið 1989 varð Sonja fyrir því skelfilega áfalli að missa 19 ára dóttur sína í bílslysi í blóma lífsins. Í þessari ljóðabók fer hún með lesandann í gegnum það sem beið hennar eftir andlát dótturinnar – allt fram á daginn í dag.

Ég eignaðist eitt barn

það var ekki lengur

á jörðinni

heldur

í jörðinni

Átti ég þá ekkert barn?

„Í myrkr­inu fór ég til Maríu er ort til minn­ing­ar um látna dótt­ur og geym­ir blátt áfram en um leið djúp og ægi­fög­ur ljóð. Hún fjall­ar um sorg­ina sem marg­brotið og breyti­legt ástand og spyr spurn­inga sem er ekki hægt að svara nema með strengja­tónlist beint úr hjart­anu. Í ljóðum sín­um kem­ur Sonja B. Jóns­dótt­ir orðum að hinu ósegj­an­lega. Hún ger­ir upp þá átak­an­leg­ustu reynslu sem lífið býður upp á, af svo mik­illi still­ingu og svo mikl­um skír­leika að undr­um sæt­ir. Ber­skjöld­un­in, æðru­leysið og til­finn­inga­leg nekt­in í ljóðunum vef­ur minn­ing­unni heiður­sklæði.“ Úr umsögn dómnefndar um Maístjörnuna um Í myrkrinu fór ég Maríu


Fleiri bækur