Í myrkrinu fór ég til Maríu
Árið 1989 varð Sonja fyrir því skelfilega áfalli að missa 19 ára dóttur sína í bílslysi í blóma lífsins. Í þessari ljóðabók fer hún með lesandann í gegnum það sem beið hennar eftir andlát dótturinnar – allt fram á daginn í dag.
Ég eignaðist eitt barn
það var ekki lengur
á jörðinni
heldur
í jörðinni
Átti ég þá ekkert barn?
„Í myrkrinu fór ég til Maríu er ort til minningar um látna dóttur og geymir blátt áfram en um leið djúp og ægifögur ljóð. Hún fjallar um sorgina sem margbrotið og breytilegt ástand og spyr spurninga sem er ekki hægt að svara nema með strengjatónlist beint úr hjartanu. Í ljóðum sínum kemur Sonja B. Jónsdóttir orðum að hinu ósegjanlega. Hún gerir upp þá átakanlegustu reynslu sem lífið býður upp á, af svo mikilli stillingu og svo miklum skírleika að undrum sætir. Berskjöldunin, æðruleysið og tilfinningaleg nektin í ljóðunum vefur minningunni heiðursklæði.“ Úr umsögn dómnefndar um Maístjörnuna um Í myrkrinu fór ég Maríu