Hjarta mannsins
Jón Kalman Stefánsson

Hjarta mannsins

Fullt verð 2.990 kr 0 kr

Í gamalli arabískri læknisbók segir að hjarta mannsins skiptist í tvö hólf, annað heitir hamingja, hitt örvænting. Hólfin eru tvö og þessvegna er hægt að elska tvær manneskjur á sama tíma, líffræðin býður upp á það, krefst þess myndu sumir segja, en samviskan, vitundin, segir okkur allt annað og hversdagurinn getur því verið óbærilega þungfær.

Jón Kalman Stefánsson hlaut nýlega hin virtu norrænu bókmenntaverðlaun sem kennd eru við P.O. Enquist. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin.

Hjarta mannsins er sjálfstætt framhald bókanna Himnaríki og helvíti (2007) og Harmur englanna (2009)

* * * * * 

„Í Hjarta mannsins leikur Jón Kalman Stefánsson á alla lífsins strengi af mikilli list og skapar stórkostlegt verk … Bókin er eins og lífið; sorgir og sigrar, draumar, ást og hamingja.“ 

–Ingveldur Geirsdóttir, Morgunblaðið 

DÓMUR GAUTA KRISTMANNSSONAR Í VÍÐJSJÁ

DÝRÐ! – DÓMUR INGA FREYS Í DV

DÓMUR INGVELDAR GEIRSDÓTTUR Í MORGUNBLAÐI

BÓKMENNTIR.IS


Fleiri bækur