Gráar býflugur
Andrej Kúrkov

Gráar býflugur

Fullt verð 3.800 kr 0 kr

Sergej Sergejítsj er fyrverandi öryggisvörður um fimmtugt sem einbeitir sér nú að því að rækta býflugur. Hann býr í Úkraínu þar sem harðar deilur, ofbeldi og áróður hafa geisað árum saman. Ferðalög Sergejs vegna býflugnanna leiða hann á marga staði í Úkraínu þar sem deilurnar eru hvað harðastar. Þar hittir hann fyrir jafnt bardagamenn sem venjulega borgara frá stríðandi fylkingum; lýðveldissinna, aðskilnaðarsinna, rússneska yfirtökumenn og tatara frá Krímskaga. 

Lýsingar Kúrkovs á ástandinu og deilunum í Úkraínu eru hugmyndaríkar og afar áhrifamiklar, og lesandi kynnist landi og þjóð á nærfærnari og dýpri hátt en úr fréttum. Sagan hefur fengið  afbragðs viðtökur og hlaut nýlega hin virtu National Books Critics verðelaun fyrir árið 2023. 

Áslaug Agnarsdóttir þýddi. 

 


Fleiri bækur