 
                
        
          Ragnheiður Lárusdóttir
        
        
          
          
          
          
              
          
          
        
      
    Glerflísakliður
            Fullt verð
            
              2.500 kr
            
            
              Tilboðsverð
              
                3.800 kr
              
            
          
          
          
            Ferðalag
Minnið hennar mömmu
fór í óvænt ferðalög
hún sem hafði stálminni
fór að muna ýmislegt
sem hún hafði aldrei lifað
hún sagði okkur líka sögur
af okkur sjálfum
sem við könnuðumst ekki við
hún gaf sumum nýja maka
og setti aðra í ókunn lönd
líf okkar varð ævintýralegra
Glerflísakliður er önnur ljóðabók Ragnheiðar Lárusdóttur, en fyrir fyrstu bók sína, 1900 og eitthvað, hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2020.
„Einstaklega vel unnin og falleg ljóðabók ...Stóra spurningin um lífshamingjuna liggur hér undir og það er hreinlega á við gott súkkulaði að sökkva sér ofan í þessa bók.“ Steingerður Steinarsdóttir, Vikunni
 
                   
               
               
              