Ghetto – danskar smásögur
Bjartur

Ghetto – danskar smásögur

Fullt verð 3.290 kr 0 kr

Hér er að finna 11 smásögur ætlaðar nemendum í dönsku í framhaldsskóla. Sögurnar eiga ýmislegt sameiginlegt þótt þær séu annars mjög ólíkar. Það sem er skylt með þeim flestum er að þær fjalla um málefni eða veruleika sem tengist lífi ungs fólks í Danmörku. Jafnframt eru fyrst og fremst nýjar eða nýlegar sögur í þessu safni og var aðallega leitað í smiðju yngri rithöfunda. Sögurnar eru af öllu tagi: hryllingssögur, glæpasögur, sorglegar sögur, fyndnar sögur og sögur sem vekja lesendur til umhugsunar. En það sem er þó mikilvægast er að sögurnar eru grípandi – hver á sinn hátt – og fjalla margar hverjar um efni sem ungt fólk hefur skoðanir á eða er að móta sér skoðanir á.
Sögunum fylgja orðskýringar og verkefni þar sem leitast er við með ýmsum hætti að þjálfa lesskilning, ritun og munnlega tjáningu.

 

9 789979 657279


Fleiri bækur