Fyrir Lísu
Steinunn Sigurðardóttir

Fyrir Lísu

Fullt verð 2.990 kr 0 kr

Martin Montag kynntist ungri stúlku, Lísu, þegar hann var læknanemi á geðdeild. Hann hefur aldrei getað gleymt sögu hennar. Dag einn ákveður hann að taka af skarið og hafa uppi á henni en það hrindir af stað atburðarás sem hann missir alla stjórn á. Úr verður reyfari, farsi, harmleikur.

Fyrir Lísu er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Jójó, sem kom út hjá Bjarti árið 2011. Bóksalar völdu hana bók ársins, hún hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og einróma lof gagnrýnenda.

 

***** ,,Mjög flott – reyndar mjög, mjög flott.“ Kristján Hrafn Guðmundsson, DV (um Jójó)

*****,, … nálgast fullkomnun,“ Friðrika Benónýsdóttir, Fbl. (um Jójó)


Fleiri bækur