Eldur
Mats Strandberg og Sara B. Elfgren

Eldur

Fullt verð 1.999 kr 0 kr

Framhald af HRINGNUM sem var geysivinsæll síðasta haust, og hlaut bóksalaverðlaun í flokki þýddra táningabóka á síðasta ári. Þýðandi: Þórdís Gísladóttir.

Hinar útvöldu eru að hefja annað árið í menntaskóla. Allt sumarið hafa þær óttast næstu aðgerðir demónanna en ógnin kemur úr átt sem þær hefðu ekki getað ímyndað sér.

Það verður augljósara með hverjum deginum sem líður að eitthvað mjög alvarlegt er á seyði í Englafossi. Fortíð og nútíð fléttast saman, lifandi og dauðir mætast. Menntaskólastúlkurnar verða sífellt nánari og það kemur betur og betur í ljós að galdrar eru gagnslausir þegar ástarsorgir eru annars vegar.

Eldur er önnur bókin í Englafoss-þríleik Mats Strandberg og Söru Bergmark-Elfgren sem hófst með Hringnum sem sló algjörlega í gegn árið 2012 og hlaut bóksalaverðlaunin í flokki þýddra táningabóka.


Fleiri bækur