Dúnstúlkan í þokunni
Bjarni M. Bjarnason

Dúnstúlkan í þokunni

Fullt verð 4.000 kr Tilboðsverð 6.300 kr

Drauma-Jói fæddist um miðja 19. öld norður á Langanesi og var af galdramönnum kominn í beinan karllegg. „Árum saman, sérstaklega á milli tvítugs og þrítugs, bjó hann yfir mikilli fjarskyggnigáfu,“ sagði dr. Ágúst H. Bjarnason um hann í vísindagrein árið 1915. Í þessari sögulegu skáldsögu er byggt á sögum af þessum einstaka manni og örlögum hans.

Dúnstúlkan í þokunni er mögnuð saga um mann sem þurfti sífellt að berjst fyrir tilvist sinnu – og sögusviðið er hið magíska Langanes.

„Bjarni hefur hér skapað spennandi, fróðlegt og afar læsilegt verk. Langanes nítjándu aldar, sögupersónur og mannlíf birtist okkur dulúðugt, hrífandi, og grimmt í senn.“ Steingrímur J. Sigfússon

„Höfundur varpar ljósi á lífsafkomu fólks á liðnum tíma í magnaðri, margslunginni og leyndardómsfullri sögu af Jóa og dúnstúlkunni draumkenndu sem lifa við erfiðar aðstæður þar sem Langanesþokan þykka skapar margbreytilegar kynjamyndir og getur hæglega villt mönnum sýn.“ Friðrik G. Olgeirsson, höfundur Langnesingasögu.

Bjarni M. Bjarnason er höfundur 20 bóka sem meðal annars hafa komið út á færeysku, arabísku, þýsku og ensku. Verk hans hafa verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, hlotið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness.

„Dúnstúlkan í þokunni er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og eftir lestur bókarinnar kemur það ekki á óvart. Dúnstúlkan í þokunni vekur hugrenningatengsl við tvo af meisturum íslenskra bókmennta, Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. ... afar vel skrifuð og bæði áhugaverð og áhrifarík.“ Soffía Auður Birgisdóttir, Víðsjá

„Falleg og heillandi bók ...í senn hugmyndarík, íhugul, óvænt og hlý. Meira að segja þegar persónurnar sæta mestri grimmd er væntumþykja höfundar alltumkring – þetta er bók með stórt hjarta og auðvitað er dúnstúlkan með bómullarfingur. Bók sem gefur að auki hugtakinu „söguleg skáldsaga“ glænýja og draumkennda vídd. Langanes mun aldrei lúkka einsog áður í augum ferðalangs á heimsenda." Sindri Freysson

„... margbrotin, spennandi og aldrei er dauðan punkt þar að finna ... Stíllinn er lipur, blæbrigðaríkur og auðugur. ...  Lýsingar eru myndrænar og persónur rísa upp af síðunum ljóslifnandi.“ Einar Örn Gunnarsson


Fleiri bækur