DNA - ný útgáfa
Yrsa Sigurðardóttir

DNA - ný útgáfa

Fullt verð 4.000 kr 0 kr

DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur er fyrsta bókin um barnasálfræðinginn Freyju og lögreglumanninn Huldar. Hún hlaut Blóðdropann sem besta íslenska glæpasagan og einnig Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta glæpasagan í Danmörku. Bókin er núna endurútgefin í tilefni af sýningu sjónvarpsseríunnar Reykjavík 112 sem byggð er á DNA.

Ung kona er myrt á heimili sínu að nóttu til. Eina vitnið er sjö ára dóttir hennar. Skömmu síðar lætur morðinginn aftur til skarar skríða. Radíóamatör fær sérkennileg skilaboð á öldum ljósvakans sem tengja hann við bæði fórnarlömbin. Þó þekkir hann hvorugt þeirra.

„Glæpasaga í hæsta gæðaflokki … besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda heldur stöðu sinni.“ Adresseavisen í Noregi

„Yrsa verður stöðugt betri og betri.“ Demokraten, Noregi

„Yrsa toppar þarna allt sem ég hef áður séð … Hörkuspennandi bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„Drottning norrænna glæpasagna … maður fær nánast hjartaáfall af spennu.“  The Sunday Times


Fleiri bækur