 
                Brotin egg
Sérstaklega skemmtileg skáldsaga um sannfærðan vinstrimann (en alls ekki kommúnista!) og dimmustu daga 20. aldarinnar.
Byltingarsinninn Felix Zhukovski býr í Frakklandi og hefur helgað líf sitt kommúnismanum og ritun ferðahandbóka um Austantjaldslöndin. Áratugum saman hafa sáralitlar breytingar orðið á lífi hans. En þá hrynur múrinn og af stað fer atburðarás sem á eftir að kollvarpa lífi hans. 
Hann hefur leit að bróður sínum og móður sem hann hefur ekki séð síðan í Póllandi fyrir stríð. Og fyrr en varir verður hann að endurmeta sögu sjálfs sín – og 20. aldarinnar. 
Hjartnæm saga um leit manns að sjálfum sér, fjölskyldu, ást og sannleika. 
„Fersk, hrífandi og óvenjuleg. Ógleymanleg.“ 
– Publishers Weekly
“Niðurstaða: Áhrifarík saga um ógnartíma, full af mannlegri hlýju og léttleika.“
Fréttablaðið, 7. maí 2011
„Powell segir söguna án þess að detta í pytt öfganna eða detta í þá gryfju að hæðast að heimssýn Zhukovskis. Lesandinn fylgist með því hvernig augu söguhetjunnar opnast og hún sér það sem í raun alltaf blasti við en hún vildi ekki sjá, finnur sársauka hennar við að komast að því hvernig hin hjartfólgna hugmyndafræði lék hennar nánustu.“ MBL, 15. maí 2011
Íslensk þýðing: Arnar Matthíasson og Guðrún Vilmundardóttir
 
                   
               
               
              