Arfur Stiegs Larsson
Í geymsluhúsnæði í Stokkhólmi kemst Jan Stocklassa, rithöfundur og blaðamaður, á snoðir um fjölda kassa sem reynast geyma gögn hins heimskunna rithöfundar, Stiegs Larsson. Megnið af því snýst um rannsókn hans á hægriöfgaöflum á níunda áratugnum, en þar finnur hann líka möppur merktar áður óþekktu verkefni – umfangsmikilli rannsókn Stiegs á morðinu á Olof Palme. Jan ákveður að rekja þræðina sem Stieg hafði uppgötvað og í þeim leiðangri kemur í ljós nýtt samhengi: Allt í einu hyllir undir sannfærandi kenningu um lausn á einni alræmdustu, óleystu morðgátu sögunnar. Getur verið að þekktasti glæpasagnahöfundur heims hafi verið kominn á spor morðingja Olofs Palme?
Arfur Stiegs Larsson er eintök lýsing á raunverulegum atburðum, og geymir auk þess fjölda áður óbirtra skrifa eftir Stieg Larsson sem kallast með beinum og óbeinum hætti á við hinn vinsæla Millennium-þríleik hans. Bókin hefur vakið mikla alþjóðlega athygli og metsölu víða um heim.
„Heillandi úttekt og sannfærandi frásögn.“ Wall Street Journal
„Þessi bók er meira en spennandi ...fjölmörg sönnunargögn benda eindregið til samsæris.“ CBS, Bandaríkjunum
„Kenning þessarar bókar er sú mest sannfærandi.“ Expressen, Svíþjóð
„Heillandi frásögn Jans Stocklassa um morðið á Palme er í svipuðum stíl og Millenium-bók.“ Le Monde, Frakklandi