Allt sem ég man ekki
Sumir segja að Samúel og Laida hafi verið sálufélagar, ástarsaga þeirra töfrandi, þeim hafi verið ætlað að eigast. Sumir segja að Samúel hafi verið að hefna sín, því hann var afbrýðisamur, vildi þvinga Laide til að muna eftir sér. Sumir segja að ekkert hefði gerst hefði Vandad ekki blandað sér í málin, allt hafi verið Vandad að kenna því hann gerði hvað sem er fyrir peninga … Allt sem ég man ekki er óvenjuleg og áhrifamikil skáldsaga um ást og peninga, vináttu og ofbeldi. Örlög nokkurra einstaklinga fléttast saman í Stokkhólmi samtímans og samnefnarinn er hinn sérstæði Samúel, sem lifir áfram í minni þeirra, þótt allt sé breytt. En mynd hans er ólík eftir því hver segir frá. Hvaða frásögn er hægt að treysta? Hvaða vitnisburður felur í sér sannleikann um Samúel, eða dylst hann kannski í því sem fólk man ekki?
Þórdís Gísladóttir þýddi úr sænsku.