Aðventa
Gunnar Gunnarsson

Aðventa

Fullt verð 3.990 kr 0 kr

Aðventa ljómar af þeim dimma og bjarta eldi sem kviknar af neistafluginu þegar veruleika og skáldskap er slengt saman, því að aðalpersónan Benedikt og leit hans að kindum uppi á öræfum í grimmasta mánuði íslensks vetrar eiga rætur sínar í veruleikanum.

Engin bók Gunnars Gunnarssonar hefur farið jafn víða um lönd og Aðventa sem hefur verið þýdd á um 20 tungumál. Sagan virðist einföld en býr yfir mikilli dýpt þegar betur er að gáð. Stíll Gunnars er hvergi jafn látlaus og blátt áfram fallegur eins og í Aðventu.

Verk Gunnars Gunnarssonar (1889-1975) nutu fádæma vinsælda á öldinni sem leið um víða veröld. Bækur hans voru þýddar á tungur stórþjóða um leið og þær komu út.

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ AMAZON.DE

„Þessi fallega saga er svo sjálfsprottin, mannleg og algild í sannleika sínum að hún höfðar til allra – um alla tíð.“ THE NEW YORK TIMES


Fleiri bækur