Ljósmóðirin
Blóðið ólgaði og hún var uppreisnargjörn, bráð og hvatvís; fátæk alþýðukona sem vildi fá að vera höfundur eigin lífs. Hún var ljósmóðir og upplifði þannig óendanlega gleði – en skuggi dauðans var aldrei langt undan.
Þórdís Símonardóttir var ljósmóðir á Eyrarbakka á umbrotaárunum fyrir og eftir aldamótin 1900. Tvívegis fann hún ástina og tvívegis glataði hún henni. Hún barðist gegn yfirgangi og kúgun valdamanna sem beittu öllum ráðum til að beygja hana niður í duftið. Hún gafst aldrei upp, reis á fætur þegar hún var snúin niður og glataði aldrei trúnni á hugsjónir sínar.
Eyrún Ingadóttir byggir þessa áhrifamiklu bók á heimildum af ýmsu tagi um ævi og störf Þórdísar. Með eftirminnilegum hætti dregur hún persónur og atburði fortíðarinnar út úr skjalasöfnum inn í heillandi heim skáldsögunnar.
Ljósmóðirin er 302 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna, Jón Ásgeir hannaði kápuna. Bókin er prentuð í Odda.