
Kristján H. Magnússon – Listamaðurinn sem gleymdist
Kristján H. Magnússon var á meðal athyglisverðustu listamanna þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar – en um hann hefur verið hljótt um áratugaskeið. Hann nam við listaskóla í Bandaríkjunum, ólíkt flestum öðrum Íslendingum á þeim tíma, og varð fyrstur íslenskra myndlistarmanna til að setja upp einkasýningar í erlendum stórborgum. Kristján kom með þá nýjung inn í íslenska landslagsmálverkið að túlka landið markvisst í vetrarbúningi.
Erlend stórblöð fjölluðu lofsamlega um sýningar og verk Kristjáns en hérna heima mætti honum hins vegar andstreymi. Ferill hans var stuttur, aðeins um tíu ár, en hann lést árið 1937, 34 ára að aldri.
Í þessari glæsilegu bók skrifar Einar Falur Ingólfsson um feril Kristjáns og styðst meðal annars við einkabréf hans sem aldrei hefur verið vitnað til opinberlega áður. Dagný Heiðdal list fræðingur skrifar um átta öndvegisverk hans og Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur – fjallar um hagnýta grafíklist Kristjáns en þar var hann einnig brautryðjandi.
Kristján H. Magnússon – Listamaðurinn sem gleymdist er sannkallaður kjörgripur öllum þeim er unna íslenskri menningu; verðugur minnis varði um ungan mann frá Ísafirði sem fór óvenjulegar leiðir til að ná af miklum metnaði hæstu hæðum í list sinni.
Væntanleg þann 23. maí 2025.