Bók vikunnar
Snæbjörn Arngrímsson

Bók vikunnar

Fullt verð 7.000 kr 0 kr

Húni er nýkominn til borgarinnar þegar honum býðst starf á litlu skóverkstæði í Reykjavík meðfram námi í háskólanum. Gamli skósmiður inn lést fyrir skömmu og Húni fær það hlutverk að afgreiða ósótta skó til viðskiptavina.

Húni kemur úr afskekktri sveit, fullur efasemda um nútímann og á því nokkuð erfitt með að fóta sig í bænum. Til að flækja tilfinningalíf hans enn frekar kynnist hann Júlíu sem honum þykir bæði óútreiknanleg og heillandi. Dag einn þegar hann situr á skóverkstæðinu fær hann hugmynd sem gæti bæði unnið hjarta Júlíu en um leið uppfyllt draum hans um að setja mark sitt á menningarlífið í borginni.

 Snæbjörn Arngrímsson hefur áður vakið athygli fyrir óvenjulegar glæpasögur, en nú hefur hann skrifað annars konar bók – Bók vikunnar. Hér spretta fram sérstæðar persónur í kunnuglegu umhverfi – og seiðmögnuð stemmning ljær sög­ unni leyndardómsfullan blæ.

„Snilldarleg, heillandi ... þaulhugsuð: framúrskarandi.“ Conventionale (um Eitt satt orð)

„Sagan er heillandi og það eru sögupersónurnar sömuleiðis.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Heimildin (um Eitt satt orð)

⭐️⭐️⭐️⭐️ – Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu (um Eitt satt orð)

„Skemmtilestur.“ – Þorgeir Tryggvason, Kiljunni (um Eitt satt orð)


Fleiri bækur