Að jörðin skjóti upp kryppu – Svarthol nr 2
Wolfgang Schiffer

Að jörðin skjóti upp kryppu – Svarthol nr 2

Fullt verð 4.900 kr 0 kr

„Þá skammaðist ég mín fyrir allt /

það sem ég gerði

eða gerði ekki / eða bara hugsaði um

að gera eða gera ekki /

en framar öllu skammaðist ég mín

fyrir föður minn /“

Að jörðin skjóti upp kryppu kom út árið 2022 og var valin ein af 10 bestu bókum ársins af Hotlist, lista óháðu bókaútgáfanna í Þýskalandi. Í bókinni minnist skáldið æsku sinnar og foreldranna en beinir einnig sjónum sínum að eyðileggingu plánetunnar og stöðu ljóðsins í heimi sem skortir samhyggð. Þetta er einlæg, sár og beitt bók sem ber lesandanum á borð óvænta rétti úr þýskum hversdagsleika. Sigrún Valbergsdóttir þýddi.

Wolfgang Schiffer fæddist árið 1946 við í Lobberich við neðanvert Rínarfljót. Hann er helsti sendiherra íslenskrar ljóðlistar á þýsku og hefur í samstarfi við Jón Thor Gíslason þýtt bækur og ljóð fjölda íslenskra skálda. Árið 1991 hlaut Wolfgang hina íslensku fálkaorðu fyrir kynningu og útbreiðslu íslenskrar menningar á þýskri tungu. Þá hefur Wolfgang skrifað skáldsögur, ljóð og leikrit. 


Fleiri bækur