Vandamál vina minna
Harpa Rún Kristjánsdóttir

Vandamál vina minna

Fullt verð 3.900 kr Tilboðsverð 5.800 kr

Vandamál vina minna er fágætlega heilsteypt og meitluð ljóðabók þar sem Harpa Rún Kristjánsdóttir tekst á við það hlutskipti að vera kona, að vera manneskja, að vera vinur ... Myndvísi hennar og traust tök á ljóðmáli leiða til þess að ljóð hennar tjá hughrif og kenndir á óvenju áhrifamikinn hátt og verða lesendum minnisstæð.

Hver skal fljúga skrautlaus
sem hún er fiðruð
vertu alltaf alltaf
litla stúlkan
sem setur í brýr
og segir
„ekki,
ekki dirfast
að stíga
á skuggann minn!“

Vandamál vina minna er óður til mannlegra hugarfylgsna. Hér birtist fólk úr leikriti lífsins í alls konar hlutverkum. Sumum hefur verið úthlutað, önnur voru greinilega hrifsuð. En allir fá áheyrn. Allt fólk með sínar sögur og harma og lömb sem varð að fórna.

Vandamál vina minna er önnur ljóðabók Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur. Fyrir fyrstu bók sína, Eddu, hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Harpa Rún hefur auk þess sent frá sér skáldsöguna Kynslóð, leikrit og þýðingar.

„Í bókinni Vandamál vina minna býður Harpa Rún upp á eftirtektarverð frásagnabrot – leiftur úr veruleika fólks – skáldskap sem tengist landsbyggðinni og náttúrunni á mjög nútímalegan og áreynslulausan hátt. Bók þessi er velviljaður gluggagægir. Hún einkennist af húmor og mildi auk þess að fagna hinu lágstemmda, hversdagslega og erfiða í heimi manna og skepna. Ljóðin eru hughreystandi án þess að loka augunum fyrir grimmd og sorg hversdagslífsins.“ Umsögn dómnefndar um Maístjörnuna um Vandamál vina minna

⭐️⭐️⭐️⭐️

,,Myndvíst og agað skáld með góð tök á blæbrigðaríku og orðríku máli ..." Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðið 

„Sterk bók höfundar sem veigrar sér ekki að tala fyrir munn margra og segja það sem þarf að heyrast.“ Þorsteinn Vilhjálmsson, Heimildin



„Aldrei að treysta skáldi fyrir vandamálum þínum nema þú viljir heyra sannleikann.“

Pedro Gunnlaugur Garcia


Fleiri bækur