Þögla ekkjan
Louise Rick er nýr yfirmaður færanlegrar rannsóknardeildar dönsku lögreglunnar. Fyrsta málið sem hún tekst á við snýst um morð á kráareiganda á Fjóni. Lögreglan á staðnum hefur fáar vísbendingar en þegar Louise setur af stað nákvæma rannsókn á heimili konunnar, em hún bjó fyrir ofan veitingastaðinn, krána breytist allt. Þvert gegn vilja sínum neyðist Louise til að leita aðstoðar hjá gömlum kollega, Erik Nordstrøm, en þau hafa ekki hist eftir að þau slitu sambandi sínu á strönd á Tælandi.
Gömul vinkona Louise, blaðakonan Camilla Lind, grefur upp upplýsingar um ungan mann sem lést hálfu ári áður – upplýsingar sem munu hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir þá sem tengjast málinu.
Bækur Söru Blædel um lögreglukonuna Louise Rick hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi sem og um víða veröld og hafa setið í efstu sætum metsölulista hér eins og annars staðar.