Nýja Reykjavík
Dagur B. Eggertsson

Nýja Reykjavík

Fullt verð 7.300 kr 0 kr

Ekkert burðargjald innanlands ef þú slærð inn afsláttarkóðann FRÍ þegar þú lýkur kaupunum.

Á undanförnum áratugum hefur Reykjavík tekið ótrúlegum stakkaskiptum. Lengi vel voru þessar breytingar einungis hugmyndir á blaði en nú eru þær farnar að rísa upp úr jörðinni umbreyta borginni – og á næstu árum munu þær breyta borginni enn meira og hafa mikil áhrif á lífshætti borgarbúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur með réttu eða röngu orðið andlit þessarar umbyltingar á Reykjavík.

Dagur slysaðist í framboð til borgarstjórnar þegar hann sem læknir var á leið í sérnám í Svíþjóð. Fljótlega heillaðist hann af skipulagsmálum og sá að þau voru grunnurinn að góðri og lifandi borg. Í þessari persónulegu og glæsilegu bók fer hann yfir það hvernig nýja Reykjavík hefur verið að taka á sig mynd frá róttækum hugmyndum til veruleika – hvernig bílaborg er að breytast yfir í borg þar sem þarfir fólksins eru í fyrirrúmi.

En þessar breytingar hafa ekki gengið átakalaust fyrir sig. Hér sviptir Dagur hulunni af ýmsu sem gerðist á bak við tjöldin, kostulegum uppákomum og stórum og metnaðarfullum hugmyndum sem enn liggja í loftinu og hafa verið á fárra vitorði.

Nýja Reykjavík er á köflum eins og reyfari eða spennusaga en umfram allt er þetta upplýsandi og aðgengilegt rit um drauminn um að þróa borg úr fábreytni í fjölbreytni, úr gráu í grænt og þau átök sem hafa fylgt því að láta hann rætast.


Fleiri bækur