Skollaleikur
Ármann Jakobsson

Skollaleikur

Fullt verð 3.500 kr 0 kr

Á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur finnst erlendur karlmaður látinn. Engin persónuleg gögn eru í hótelherberginu, enginn farsími né heldur skýrar vísbendingar um hvert erindi mannsins var til Íslands. Hið eina sanna sem finnst er miði sem á stendur heimilisfang: Freydísargata 14. Í því húsi búa þrjár konur sem hver virðist hafa sinn djöful að draga.

Ármann Jakobsson hefur í glæpasögum sínum skapað ,,frábært rannsóknarteymi“ (Mbl) og hér er það lögreglukonan Kristín sem axlar aukna ábyrgð í margslungnu sakamáli. En um leið stendur hún á krossgötum í eigin lífi. Skollaleikur er 4. glæpasaga Ármanns.

Tíbrá vakti mikla athygli árið 2020 og tryggði Sigurjón Sighvatsson sér þegar kvikmyndaréttinn á henni. 


Fleiri bækur