Kynslóð
Harpa Rún Kristjánsdóttir

Kynslóð

Fullt verð 3.500 kr Tilboðsverð 6.000 kr

Hin tvítuga Maríanna, eða Anna, vinnur í Skálanum – á milli þess sem hún skemmtir sér með kærastanum Andra og aðstoðar ömmu sína og afa við bústörfin. Svo þarf að tækla foreldrana. En framtíðin lúrir handan við hornið og Ransí á Giljum sér breytingar í bollunum sínum. Og svo birtist nýr strákur með kunnuglegan svip í þorpinu ...

Kynslóð er stórskemmtileg og djúpvitur skáldsaga um fólk á ýmiss konar vegamótum þar sem fortíð og framtíð er teflt saman í raunsæislegri frásögn – þar sem þó er ekki allt sem sýnist.

Kynslóð er fyrsta skáldsaga Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur, en hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðabók sína, Eddu.

„Kynslóð er þægileg lesning um líf ungs fólks á landsbyggðinni sem vekur góðar minningar úr mínu eigin lífi. Bókin er hugljúf en tekst jafnframt á við flókin fjölskyldusambönd, tog- streitu við borgarlífið og almennar spurningar um ástina, lífið og tilveruna.“ ⭐️⭐️⭐️1/2 Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Morgunblaðinu

 

„... ferskur andblær í jólabókaflóðið í ár ... Heilt yfir hreifst ég af Kynslóð og naut þess ... að lesa íslenska sögu með öðru sögusviði og sjónarhorni en ég er vön.“ Sæunn Gísladóttir, Lestrarklefinn.is


Fleiri bækur