Blindgöng
Sonja og Daniel ákveða að stokka upp líf sitt og festa kaup á vínbúgarði í Tékklandi – í héraði sem eitt sinn var kallað Súdetaland. Sá hefur staðið auður og yfirgefinn um áratugaskeið og fékkst á afar lágu verði. Þegar sænsku hjónin taka til við að gera hann upp finna þau göng undir honum – og í þeim gamalt líf af ungum dreng. Þar með er rifið ofan af gömlu sári sem grimmilegar hreinsanir skildu eftir sig í héraðinu og eiga rætur að rekja til Þýskalands nasismans.
Blindgöng er áhrifamikil spennusaga þar sem sögulegir atburðir og nútíð fléttast saman í frásögn af miskunnarleysi mannsins, hefndarfýsn – og ótryggð. Tove Alsterdal sýnir hér gamla sögu, örlög innfæddra og Þjóðverja í Súdetalandi í algerlega nýju ljósi – og spyr um leið hversu langt manneskjur eru reiðubúnar að ganga tl að bjarga sjálfum sér og þeim sem þær elska.
Pétur Már Ólafsson íslenskaði.