Brestir
Fredrik Backman

Brestir

Fullt verð 2.990 kr 0 kr

Brestir er áhrifamikil skáldsaga um lítinn bæ með stóra drauma – og hversu dýru verði þeir eru keyptir. Þetta er saga um órjúfanlega vináttu tveggja unglingsstelpna, um sautján ára stráka sem spila íshokkí með heiður smábæjar á herðum sér, um ástríðu og fjölskyldubönd, liðsanda – en líka hvernig heilt samfélag getur snúið blinda auganu að því þegar áfall ríður yfir. Og hversu langt við erum tilbúin til að ganga fyrir börnin okkar í nafni kærleikans.

Fredrik Backman er einn vinsælasti höfundur Norðurlanda nú um stundir en hann sló eftirminnilega í gegn með Maður sem heitir OveBrestir fór rakleitt í fimmta sæti metsölulista New York Times þegar hún kom út þar í landi vorið 2017 en bækur Backmans hafa selst í yfir sex milljónum eintaka.

„Bók sem ætti að vera skyldulesning … Engu orði er ofaukið, sumar setningarnar eru eins og þung högg á sálina.“ Sveriges Radio, P4

„Brestir er án nokkurs vafa algjört meistaraverk.“ New York Journal of Books

„Enn ein sterk sending frá sænska metsöluhöfundinum.“ Library Journal

„Einlæg umfjöllun um hið brothætta mannlega eðli. Þessi bók Backmans mun lifa lengi.“ Kirkus Review

Brestir er 494 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. 


Fleiri bækur