
Aflausn – kilja
Ráðist er á unglingsstúlku á salerni í kvikmyndahúsi. Á óhugnanlegum myndskeiðum sem send eru vinum hennar á Snapchat sést þessi vinsæla stelpa ítrekað biðjast fyrirgefningar – en á hverju og af hverju?
Lögreglan er ráðalaus í leit sinni að ofbeldismanninum og stúlkunni, sem er horfin. Og þá tekur málið ískyggilega stefnu. Í Aflausn stíga fram á sviðið sömu aðalpersónur og í Soginu og DNA, bestu íslensku glæpasögunni árið 2014.
****
„Vel uppbyggð, fléttan góð og þræðirnir falla saman í lokin (…) spennandi saga.“ STEINÞÓR GUÐBJARTSSON, MORGUNBLAÐINU
„Yrsa er gríðarlega fær glæpasagnahöfundur.“ VERA KNÚTSDÓTTIR, BOKMENNTIR.IS
****
„Þessi bók finnst mér eiga heima með allra bestu spennusögum … Einkar góð glæpasaga þar sem efnistök, plott og persónusköpun koma saman í sögu sem heldur lesandanum fram á rauðanótt.“ BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR, FRÉTTBLAÐINU