Stelpur!
Kristín Tómasdóttir

Stelpur!

Fullt verð 990 kr 0 kr

STELPUR! eftir Kristínu og Þóru Tómasdætur er kraumandi viskubrunnur um fjölmargt sem fylgir því að vera stelpa. Hér er að finna svör við ótal spurningum sem vakna um ólíkustu mál – allt frá förðun til fjárhaglegs heilbrigðis og frá mataræði til misgóðra foreldra. Það er stundum ekkert grín að vera stelpa þótt það geti líka verið algjört grín.

Kristín og Þóra Tómasdætur byggja hér á reynslu sinni og þekkingu en leita jafnframt í smiðju fjölmargra annarra stelpna sem allar hafa þurft að kljást við fjölbreytt litróf unglings- og mótunaráranna, glímt við öll möguleg og ómöguleg vandamál – en ekki síður notið þess að upptgötva allt það sem er spennandi í lífinu.

Kristín hefur mikla reynslu af æskulýðsstarfi, er framkvæmdarstjóri Landssamtaka æskulýðsfélaga auk þess sem hún starfar sem ráðgjafi hjá Geðhjálp. Þóra er frétta- og kvikmyndagerðarkona.

 


Fleiri bækur