Dóttir mæðra minna
Sindri Freysson

Dóttir mæðra minna

Fullt verð 2.990 kr 0 kr

Dansinn dunar á Ísafirði þegar hermenn með alvæpni ganga þar á land á bjartri sumarnótt árið 1941. Þeir stilla upp vélbyssum og handtaka sjö heimamenn. Þeirra á meðal er Kristín Eva, 17 ára stúlka, og móðir hennar. Síðar um nóttina eru þær fluttar ásamt hinum föngunum til stríðshrjáðs Englands, sakaðar um að vera óvinir ríkisins.

Þar bíður þeirra fangelsi um óvissa tíð. Í prísundinni spinnur Kristín Eva áhrifamikla og átakanlega sögu kynmóður sinnar; konunnar sem gaf hana forðum. Og utan múranna geisar styrjöld – rétt eins og innan þeirra.

Sindri Freysson ritar hér kröftuga sögu um innilokaðar konur, glæpi sem aldrei fyrnast og sakleysi sem glatast og verður aldrei endurheimt. Sindri fékk Bókmennataverðlaun Halldórs Laxness árið 1998 og síðasta skáldsaga hans, Flóttinn, hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Dóttir mæðra minna er 464 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Flash Gordon hannaði kápu. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur