Þú sérð mig ekki
Eva Björg Ægisdóttir

Þú sérð mig ekki

Fullt verð 3.500 kr Tilboðsverð 6.000 kr

Snæbergsfjölskyldan er efnamikil, voldug og virt í samfélaginu. Allt virðist leika í lyndi, en þegar stórfjölskyldan sameinast í tilefni af afmæli ættföðurins á nýju hóteli á Snæfellsnesi koma brestir í ljós. Rifið er ofan af gömlum sárum og leyndarmál fortíðarinnar leita upp á yfirborðið. Á meðan veisluhöldin standa sem hæst versnar veðrið og í gegnum hríðina heyrast skelfileg öskur. 

Eva Björg Ægisdóttir hefur á fáum árum skipað sér í framvarðasveit íslenskra glæpasagnahöfunda. Marrið í stiganum hlaut virtustu glæpasagnaverðlaun Bretlands sem frumraun ársins 2021. Útgáfurétturinn á bókum hennar hefur verið seldur víða um lönd, meðal annars til Þýskalands þar sem öll helstu forlög landsins bitust um að fá að gefa bækurnar út.

Meistaraverk ... sennilega er Þú sérð mig ekki besta íslenska spennubókin í ár.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu

„Eva Björg Ægisdóttir er næsta stórstjarna á sviði íslenskrar glæpasagnagerðar. Nýr krimmi hennar, Þú sérð mig ekki, er glæsilega ofinn og nýstárleg saga innan þess ramma sem skilgreinir glæpasöguna.“ Jakob Bjarnar, vísir.is

„Æsispennandi saga sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en við sögulok. Glæpasagnaaðdáendur eiga von á góðu.“ Guðrún Steinþórsdóttir, Skáld.is

„... textinn flaut áfram áreynslulaust. ... Eva Björg hefur fullþroskað stíl sinn í þessari fjórðu bók sinni. Hún sækir ekki eins mikið í norrænu glæpasagnahefðina, þar sem allt er heldur kalt og ofbeldisfullt, í þessari bók heldur nálgast hér ráðgátuna. Þú sérð mig ekki er grípandi glæpasaga þar sem lygar grassera og ekki er allt eins og sýnist á samfélagsmiðlum.“ Katrín Lilja, Lestrarklefinn.is

Framúrskarandi.“ The Times um Marrið í stiganum

Hrollvekjandi, greip mig föstum tökum og er með vendingum sem komu mér algjörlega í opna skjöldu. Frábær!“ Shari Lapena (höfundur metsölubókarinnar Hjónin við hliðina um Stelpur sem ljúga)

⭐️⭐️⭐️⭐️ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu (um Næturskugga)


Fleiri bækur