Þrettán
Friðrik Erlingsson

Þrettán

Fullt verð 2.500 kr Tilboðsverð 4.000 kr
Árið er 1976 og Sveinn Ólafsson vaknar að morgni þrettánda afmælisdagsins. Í veröld hans eru engir snjallsímar, tölvur og internet en litasjónvarpið er stórkostleg tækninýjung. Svo hvað getur hann gert þegar hann áttar sig á að hann er ástfanginn af Klöru? Hvernig bregst hann við þegar hann sér að hann er að fá hár á undarlegum stöðum? Eða þegar hann fréttir að kærasta pabba hans á von á barni, eða þegar sautján ára frænka hans ryðst inn á heimilið og sest að í herberginu sem er inn af hans eigin herbergi? Hvað gerir hann þegar honum finnst allir í kringum sig leggjast á eitt um að gera honum lífið leitt og tilveruna óbærilega? Að vera þrettán ára er lífshættulegt ástand og kannski það versta sem hægt er að lenda í - en um leið alveg einstök og ógleymanleg reynsla.
Þrettán er endurskoðuð útgáfa á skálsdögunni Góða ferð, Sveinn Ólafsson sem kom út árið 1998 og hlaut mikið lof. Bókin hefur komið út bæði vestan hafs og austan og fengið sérlega góðar viðtökur.

Fleiri bækur