Staða pundsins
Árið 1976 er verð á hljómplötu á Íslandi tæpar þrjú þúsund krónur - mun hærra en til dæmis á Englandi.
Þetta sama ár ákveða mæðginin Madda og Sigurvin - hálffertug ekkja og unglingur með nýtilkominn tónlistaráhuga - að ferðast til Englands og heimsækja gamlan vin hins látna eiginmanns Möddu og föður Sigurvins, mann sem býr á sveitabýli suður af London, með fólki á sama reki og hann; uppreinsnargjörnu listafólki og stjórnleysingjum.
Úr verður saga um móður og son, sem ekki gat hafist fyrr en faðirinn á heimilinu vék úr vegi þeirra.
Hálf saga - eins og allar sögur.
„bækurnar hans eru svo yfirgengilega skemmtilegar og snerta mann á köflum djúpt ... skilur lesandann eftir með ógleymanlegar persónur, stemningu og tilfinningu fyrir því að hafa upplifað einhverja stund og stað næstum áþreifanlega. Eins undarlegt og það kann að hljóma þá tekst Braga líka með þessu kjarnleysi sínu einmitt að fanga kjarna tilverunnar á launfyndinn og harmrænan hátt.“ Maríanna Clara Lúthersdóttir, Víðsjá, Rás 1
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ Eiríkur Örn Norðdahl, Fjallabaksleiðin
„Meistari hins óræða og tvístígandi hiks ... ein af bestu skáldsögum Braga. Hún er vel stíluð, forvitnileg og heldur betur bráðskemmtileg.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu
„Mjög fyndinn höfundur en í þessari bók er mikill tregi.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„... fyndin en harmrænn undirtónn. Gott að hvíla í textanum. Þetta er svo vel skrifað ... er að skrifa alvöru skáldskap.“ Sverrir Norland, Kiljunni
„Síðasti kaflinn gerði mig ansi tregafullan.“ Egill Helgason, Kiljunni
Dómurinn í Kiljunni í heild.