Sólarhringl
Huldar Breiðfjörð

Sólarhringl

Fullt verð 3.500 kr Tilboðsverð 6.000 kr

Hér er samband Íslendingsins við heimkynni sín skoðuð. Hvernig er best að skafa af bílnum? Hvenær er óhætt að setja sumarblómin út? Er lífið kannski betra á Kanaríeyjum? Hversdagurinn, fornsögurnar, forsælubæir, reikular árstíðir og suðið á eyjunni bláu. Allt er þetta samfléttað daglegu lífi og minningum höfundar svo nálgunin er í senn bæði almenn og einstaklega persónuleg. 
Huldar Breiðfjörð segir frá á látlausan og jarðbundinn en íhugulan hátt og hrífur lesandann með sér í ferðalag í leit að upplifunum og einhvers konar svari við spurningunni um hvað það er að vera Íslendingur. 

„Bókin er einstaklega vel heppnuð og kom skemmtilega á óvart“ ⭐️⭐️⭐️⭐️
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Morgunblaðinu

„Huldar hlustar á hjartað. Þannig skrifar hann. Það gera ekki allir. Það er styrkur hans.“ Eiríkur Guðmundsson rithöfundur og bókmenntafræðingur

„Vel stíluð og húmorinn lágstemmdur ... forvitnileg og grínaktug athugun á Íslendingum.“ Gauti Kristmannsson, Víðsjá/ RUV


Fleiri bækur